Check SCREEN READER MODE to make this survey compatible with screen readers.
Ratsjáin 2025 - Sjálfbærni og nærandi ferðaþjónusta
Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka hæfni sína og getu í rekstri. Umsóknarfrestur er 17. janúar og verkefnið hefst með "Kick off" kynningarfundi fyrir þátttakendur 15. janúar í Reykjavík í Ferðaþjónustuvikunni. Ratsjáin hefst svo formlega 28. janúar og lýkur 3. apríl með lokaviðburði á Akureyri.
Dagskráin verður sérsniðin að þátttakendum og samanstendur af 5 lotum. Þátttakendur fá aðgang að fræðslu og verkefnum inni á lokuðu vinnusvæði Ratsjánnar og vinnustofum á netinu þar sem markmiðið er að fá jafningjarýni, endurgjöf og umræður í hópum.
Grunnstef og hugmyndafræði Ratsjánnar gengur útá að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið og er framkvæmdaaðili.
Þátttökugjald í Ratsjána í upphafi árs 2025 er 15.000 kr per fyrirtæki sem veitir aðgang fyrir tvo starfsmenn.