Taktu stöðuna með því að velja þær staðhæfingar sem eiga við þitt heimili og/eða vinnustað:
Öll viljum við gera eins vel og við getum þegar kemur að umhverfismálum en oft getur verið erfitt að ákveða hvar eigi að byrja. Eftirfarandi listi tekur á nokkrum megin þáttum sem hjálpa til við að draga úr sóun og stíga græn skref í átt að umhverfisvænni lifnaðarháttum. Listann má nota hvort sem er inni á heimilum eða vinnustöðum. Hakaðu við alla þá þætti sem eiga við um þitt heimili eða vinnustað, því fleiri þætti sem hægt er að merkja við, því betra fyrir umhverfið.
Spurningalistinn er í samstarfi við verkefni Umhverfisstofnunar, Græn skref í ríkisrekstri.