Frístundastefna Reykjanesbæjar |
Frístundastefna Reykjanesbæjar / þín skoðun skiptir máli!
Nú stendur yfir vinna við mótun frístundastefnu Reykjanesbæjar. Stefnan á að vera leiðarljós í málefnum frítímans til framtíðar fyrir kjörna fulltrúa jafnt sem starfsfólk sveitarfélagsins. Þú getur lagt þitt af mörkum með því að svara laufléttri könnun um þínar tómstundavenjur og hvað stendur þér og þínum til boða í Reykjanesbæ. Könnunin tekur um 5 mínútur að svara, Könnunin er nafnlaus og órekjanleg. Svörin eru nýtt í stefnumótun og myndun aðgerðaráætlunar sem fylgja á stefnunni. Í fyrsta kaflanum biðjum við þig um að svara grunn upplýsingar um þig til að hægt sé að kortleggja hvar þörfin er á hvaða aðgerðum í frístundaþjónustu sveitarfélagsins.
Takk fyrir að taka þátt í þessari könnun, þín skoðun skiptir svo sannarlega máli því án hennar væri ómögulegt fyrir okkur að móta þessa stefnu.
Þau sem vilja eiga möguleika á að vinna 50.000kr gjafabréf frá 66.norður og gjafabréf frá RVK Foto og Betri bæ geta skilið netfangið sitt eftir í lok könnunarinnar.