Textíl (2) Kennari: Steinunn Þorleifsdóttir. Markmiðið er að nemendur þjálfist í að nota efni og áhöld greinarinnar, vinni sjálfstætt og geti nýtt sér handbækur og gögn greinarinnar, geta valið form, liti, efni og aðferðir út frá fagurfræði og hagnýtissjónarmiðum og rökstutt valið, geta nýtt sér orðaforða textílgreinarinnar, geti gert greinarmun á handverki og fjöldaframleiðslu, geta metið eigin verk og rökstutt matið, geta tekið þátt í umræðum um fagurfræðilegt gildi textíl, færni í aðferðum og tækni, s.s. prjóni, saumi, hekli og fleiri aðferðum. Kennt er einu sinni í viku, 2 kennslustundir í senn. Unnið verður með ýmis efni textílmenntar, svo sem efni, garn og prjóna og nálar. Nemendur nota áunna þekkingu í prjóni, útsaumi og vélsaum. Sjálfstæð vinna hvort sem er í fatasaum eða öðrum verkefnum. Tekin upp snið úr blöðum og bókum og áhersla á að vinna með vinnulýsingar og leiðbeiningar sem fylgja þeim. Áhersla er lögð á frumkvæði og sjálfstæði nemenda í verkefnavali. Sýnikennsla að mestu, en einnig gagnaöflun af vefsíðum. Námsgögn eru handbækur og gögn sem tengjast textílmennt, einnig gagnaöflun af vefsíðum og uppskriftir/hugmyndir úr prjóna/hekl og tískublöðum ýmiss konar. Námsmat er í formi símats og eru vinnubrögð og framfarir, sjálfstæði og fleiri þættir hafðir til hliðsjónar námsmati.
Skartgripagerð (2) Kennari: Agnes Þorleifsdóttir. Markmiðið er að nemandinn læri að nota skartgripaverkfæri og glerverkfæri og geti unnið sjálfstætt eftir eigin hönnun og/eða áhugasviði, að nemandinn geti nýtt kunnáttu sína til að laga og/eða endurhanna eigið skart úr eldra skarti og að hann hanni sjálfur og smíði vandaða gripi úr fjölbreyttu efni. Kennt er einu sinni í viku, 2 kennslustundir í senn. . Nemendur læra grunnvinnubrögð í skartgripagerð og læra að nota viðeigandi verkfæri. Unnið er með gler, plast, við, fjaðrir, leður, tré, málm, band, perlur og vír. Nemendur geta einnig lagað eða breytt skarti sem þeir eiga heima. Nemendur hanna sjálfir verkefnin sín, þannig geta þeir valið verkefni út frá áhugasviði. Unnið er með glerbræðslu og mósaík i glervinnu og verkefnaval er fjölbreytt. Námsgögn: Nemendur nota bækur í smíðastofunni ef þeir vilja, þeir geta einnig nýtt sér veraldarvefinn við að leita og þróa hugmyndir sýnar. Námsmat: Símat þar sem verkleg færni og virkni í tímum ásamt frumkvæði og hönnun er lagt til grundvallar.