Grindavík á tímamótum – Mótum framtíðina saman! |
Kæri Grindvíkingur,
Þann 17. desember var birt tillaga að rammaskipulagi fyrir Grindavík. Tillagan byggir á fjölbreyttum hugmyndum og ábendingum frá íbúum Grindavíkur, sem safnað var í október síðastliðnum. Nú gefst þér tækifæri til að koma á framfæri þínum sjónarmiðum, og er það okkur afar mikilvægt að heyra frá sem flestum.
Þitt framlag skiptir máli og mun hafa áhrif á áframhaldandi vinnu við skipulagið. Við hvetjum þig til að svara þremur einföldum spurningum hér að neðan.
Takk fyrir að taka þátt!