
HVAÐ Á HÁTÍÐIN AÐ HEITA? |
Ert þú með hugmynd að nafni sem fangar kraft, gleði í menningu barna á Vesturlandi? Taktu þátt í nafnasamkeppninni og láttu þína rödd heyrast!
Sigurvegari keppninnar vinnur pizzaveislu fyrir sinn bekk eða deild á skemmtikvöldi, og höfundur fær sérstakt viðurkenningarskjal. Útfærsla er varðar sigurvegara á framhaldsskólaaldri verður gerð í samráði við sigurvegara. Keppnin er opin öllum börnum á Vesturlandi undir 18 ára. Hægt er að setja inn eins margar tillögur og þú vilt á sérstakri þátttökusíðu samkeppninnar.
Nafnið verður afhjúpað í byrjun sumars, og verður notað á Barnamenningarhátið Vesturlands sem áætlað er að verði haldin til framtíðar í landshlutanum.
Skilafrestur er til 24. maí næstkomandi. Ef þú hefur einhverjar spurningar má hafa samband við trúnaðarmann keppninnar, Sigurstein Sigurðsson menningarfulltrúa SSV á netfangið sigursteinn@ssv.is.
Gríptu tækifærið til að láta í þér heyra og skapa nafn sem endurspeglar barnamenningu Vesturlands!