Félagið Gróska-félagslandbúnaður var stofnað 11.6.2020
Félagslandbúnaður (e. community supported agriculture / CSA) snýst um að félagsmenn rækta í sameiningu grænmeti, greiða félagsgjöld og fá í staðin sinn hlut af uppskerunni.
Gróska er að skoða hvernig hægt væri að þróa þessa hugmynd um félagslandbúnað samhliða því að virkja tengsl smáframleiðenda matvæla og bænda sveitarfélagsins við neytendur og styðja þannig að sjálfbærri ræktun og matvælaframleiðslu í sveitarfélaginu Hornafirði
Félagið er með þessari könnun að kanna áhuga íbúa sveitarfélagsins Hornafirði á félagslandbúnaði, sjálfbærri ræktun og verslun matvæla úr heimabyggð.