Fyrirtækjaheimsókn n.k. mánudag klukkan 17:30 - Deloitte |
Þá er komið að fyrstu fyrirtækjaheimsókn þessa starfsárs hjá okkur, en þær hafa ávalt verið vinsælar.
Á fundinum mun félagi okkar Davíð Stefán Guðmundsson fara yfir þær breytingar sem hafa orðið á félaginu frá því að við heimsóttum það síðast (2019), en miklar umbreytingar eru að eiga sér stað sem verður áhugavert að hlýða á.
Einnig munum við fá áhugavert erindi um netöryggi og áhugaverðar upplýsingar um skipulag og umfang netglæpa í heiminum.
Við biðjum ykkur vinsamlegast að merkja við hvort þið komist á mánudaginn svo hægt sé að áætla mat og drykk
kv
Stjórnin