Könnun ársins 2023- Bátar-Togarar og ýmislegt

1.Jæja velkominn í skemmtilegustu könnun ársins.  nei hérna er ekkert spurt um pólitík.  Hérna mun verða spurt um hina ýmsu flokka af bátum og fleira, ásamt einhverju meira góðgæti. eigum við að hefjast handa. Rétt er taka fram að allir bátar sem eru nefndir eru í Stafrófsröð
2.Byrjum á meistara Hólmgrími í Njarðvík, mikið búið að ganga á hjá honum í ár.  einn af þekktustu netabátum landsins Grímsnes GK brann og hætti því veiðum.  um haustið þá leigði Hólmgrímur netabátinn Friðrik Sigurðsson ÁR.  enn hvor báturinn veiddi meira á árinu?.  (Grímsnes GK veiddi um veturinn 2023, enn Friðrik Sigurðsson ÁR veiddi um haustið 2023).  Hérna er miðað við Friðrik Sigurðsson ÁR á þeim tíma þegar að Hólmgrímur leigði bátinn um haustið 2023. 
3.Meira varðandi Hólmgrím.  Annar bátur sem hann á  og sér líka mjög langa sögu í Útgerð á landinu er Maron GK  ( sknr 363).  hann bilaði nokkuð alvarlega í sumar og hefur legið í Njarðvík.  hvað á að gera við bátinn?
4.Netabátar.  Hvaða netabátur verður aflahæstur árið 2023?
5.Grálúða árið 2023.  Það voru þrír bátar sem að mestu stunduðu veiðar á Grálúðu í net árið 2023.  Þórsnes SH,  Kristrún RE og Jökull ÞH,  enn hver af þessum bátum veiddi mest af grálúðu í net árið 2023?
6.Förum í Dragnótina.  Hvaða Nesfisksbátur verður hæstur á dragnótinni árið 2023?
7. Hvaða Dragnótabátur verður aflahæstur árið 2023?
8.Förum aðeins í annað.  tveir af stærstu sjávarútvegsbæjum landsins eru Ólafsvík og Sandgerði miðað við fjölda landanna.  í báðum þessum bæjum eru fótboltafélög.  Víkingur í Ólafsvík og Reynir í Sandgerði.  bæði þessi lið munu keppa sín á milli í 2.deild árið 2024.  enn hvernig mun fyrri leikurinn fara?
9.Þá eru það línubátarnir.  Hvaða SH línubátur verður hæstur árið 2023?
10.Hversu margir línubátar munu ná yfir 4000 tonna afla árið 2023?
11.Hvaða línubátur verður aflahæstur árið 2023?
12.Höldum áfram með línubátanna og núna förum við í minni línubátanna 30 tonna bátanna. Þetta eru þá bátar eru yfir 21 Bt að stærð.   Hversu margir af þeim munu ná yfir 2000 tonna afla árið 2023?
13.Hvaða ÍS bátur verður hæstur á línu árið 2023? yfir 21 BT
14.Hvaða línubátur yfir 21 BT verður aflahæstur árið 2023?
15.Förum þá í bátanna að 21 BT.   hversu margir bátar í þessum flokki munu ná yfir eitt þúsund tonna afla, ( 1000 tonn)
16.Hvaða bátur að 21 BT verður aflahæstur árið 2023?
17.Förum þá minni flokkinn.  Hvaða bátur að 13 BT verður aflahæstur árið 2023?
18.Hvaða bátur að 8 BT verður aflahæstur árið 2023?
19.Hvaða sæbjúgubátur verður aflahæstur árið 2023?
20.Aðeins í annað.  hvað veistu um Aflafrettir.is?.  hversu margir vinna hjá Aflafrettir við að  skrifa frettir og reikna út bátanna, hvort sem það eru bátar frá ÍSlandi, Noregi eða Færeyjum?
21.Meira um Aflafrettir.  og það tengist spurningu 20.  já það er bara einn maður sem er í öllu þessu sem spurt er  um.  ég Gísli Reynisson.  mikil vinna ásamt því að keyra rútur allt árið.  svo allur stuðningur er vel þeginn.  Ef þú vilt þá geturu stutt við síðuna hérna. Bestu þakkir.  KT 200875-3709.  bók 0142-15-380889
22.Togararnir, .  Hvaða 29 metra togari verður aflahæstur árið 2023?
23.Hvaða togari verður aflahæstur árið 2023?
24.Árið 2023 þýddi endalok fyrir togarann Múlaberg SI frá Siglufirði. þessi togari hét lengi vel Ólafur Bekkur ÓF.  núna árið 2023 þá var Múlaberg SI á togveiðum sem og rækjuveiðum.  enn hvað veiddi Múlaberg SI mikið árið 2023?
25.Það liggur nokkuð ljóst fyrir að Sólberg ÓF verður með mesta aflaverðmæti frystitogaranna árið 2023.  en hvaða togari verður með næst mesta aflaverðmætið árið 2023?
26.Jæja þessu er svo til lokið núna.  ætla að skilja eftir kassa hérna og hérna megið þið segja hvað sem er ,, bara takk fyrir að svara þessari könnun ársins 2023