Ákveðið hefur verið að Handverkshátíðin verður ekki haldin áfram enda hafa félögin sem að hátíðinni hafa staðið upplifað breytt landslag eftir heimsfaraldur. Félögin hafa þó lýst yfir vilja til að skoða með íbúum annan eða aðra viðburði og er þessi könnun liður í samtali við íbúa á svæðinu um framhaldið. Jafnframt er gert ráð fyrir að halda íbúafund 12. apríl þar sem niðurstöður þessarar könnunar verða kynntar.
Þau félög sem standa að þessari vinnu eru:
Hjálparsveitin Dalbjörg, Ungmennafélagið Samherjar, Kvenfélagið Aldan/Voröld, Kvenfélagið Iðunn, Kvenfélagið Hjálpin, Hestamannafélagið Funi og Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi