1. Um rannsóknina

Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna upplýsingum um daglegt líf, munnmæli, félagslíf, hefðir og samskipti í Menntaskólanum á Akureyri (MA). Söfnunin er á vegum Þjóðminjasafns Íslands og er jafnframt hluti af meistaraverkefni Fjólu Maríu Jónsdóttur í þjóðfræði við Háskóla Íslands. 

Fyrst og fremst er verið leita eftir þínum eigin minningum, en bæði núverandi og fyrrverandi nemendur í MA eru hvattir til að taka þátt í söfnuninni, óháð því hvort þeir hafi útskrifast eða ekki.

Sumar spurninganna eiga hugsanlega ekki við þína reynslu en þá svarar þú aðeins því sem þú telur við eiga. Þú getur líka valið út spurningar sem þú vilt svara.

Það er nóg pláss til að svara þótt gluggarnir sem skrifað er í virðist ekki stórir. Öllum framlögum verður tekið fagnandi þótt svör fáist ekki við öllum atriðum.

Það efni sem berst verður notað til fróðleiks og rannsókna og vistað í menningarsögulega gagnasafninu Sarpur. Vinsamlegast taktu fram ef svör þín mega ekki birtast í netútgáfu Sarps (sarpur.is).
 
Við mælum með því að þú lesir yfir allar spurningarnar áður en þú byrjar að svara.

Þegar þú hefur lokið við að skrifa frásögn þína ýtir þú á hnappinn LOKIÐ á öftustu síðu. Það er nauðsynlegt til þess að frásögnin komist til skila. Ekki er hægt að vista skjalið og verður því að ljúka við frásögnina í einum áfanga. Þó er óhætt að fara til baka og bæta við fyrri svör.
 
Með því að senda inn svör þín er litið svo á að þú hafir samþykkt að þau tilheyri gagnasafni Þjóðminjasafns Íslands og að safninu sé heimilt að skrá svörin í stafrænan gagnagrunn og gera þau aðgengilega almenningi, fræðimönnum og öðrum, um tölvunet eða með öðrum hætti. Einnig að frásögnin sé afrituð í þágu almennings og til rannsókna. 
 
Ef að þú hefur einhverjar spurningar eða annað fram að færa eru nánari upplýsingar veittar í síma 530 2246 en einnig má senda tölvupóst á agust@thjodminjasafn.is.

Bestu kveðjur og kærar þakkir fyrir að leggja þessari söfnun lið.

Ágúst Ólafur Georgsson, safnvörður þjóðháttasafns Þjóðminjasafns Íslands
Fjóla María Jónsdóttir, MA nemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands

T