Kæri viðtakandi.

Þekkingarnet Þingeyinga vinnur nú að rannsókn á þjónustusókn, samfélagsvitund og samfélagsábyrgð í minni samfélögum. Þessi könnun er ætluð húsráðendum á því heimili sem könnun berst, hvort sem þeir eru einn eða fleiri. Húsráðandi er í þessu samhengi sú/sá sem ber fjárhagslega ábyrgð á heimili og sér um ákvarðanatöku á heimilinu. Ef fleiri en einn aðili ber slíka ábyrgð (t.d. hjón) mælum við með því að svarað sé í sameiningu ef tök eru á. Ef aðeins einn húsráðanda hefur tök á að svara biðjum við hann að svara út frá öllum húsráðendum. Úrtak könnunarinnar er svokallað þýðisúrtak, þ.e. könnunin nær til allra húsráðenda frá Öxarfirði að Bakkafirði og að auki til allra húsráðenda á Húsavík.
Tilgangurinn með rannsókninni er að átta sig á hvert íbúar á Norðausturlandi sækja helstu þjónustu, svo sem verslun, heilbrigðisþjónustu og fleira, og meta samfélagsábyrgð.
Vinsamlega athugið að ykkur er ekki skylt að svara einstökum spurningum né spurningalistanum í heild, en okkur þætti vænt um að þið svöruðuð öllum spurningunum.
Það er ekki hægt að rekja svör til einstaklinga og nafn þitt/nöfn ykkar munu að sjálfsögðu hvergi koma fram við úrvinnslu könnunarinnar.
Samhliða rannsókninni á þjónustusókn vinnum við rannsókn á helstu hindrunum íbúa dreifðra byggða og smærri samfélaga til að sækja nám, í þeim tilgangi að finna leiðir til að yfirstíga þær hindranir. Á eftir könnuninni á þjónustusókn koma nokkrar spurningar um nám sem við viljum biðja einn húsráðenda að svara út frá sínum forsendum.
Könnunin í heild á að taka um það bil 10 mínútur.
Ef óskað er frekari upplýsinga má hafa samband við okkur: Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, s:464-5142 / greta@hac.is og Berglind Jóna Þorláksdóttir, s: 464-5103 / bth97@hi.is

Með von um góð viðbrögð,
Gréta Bergrún og Berglind Jóna

T