Check SCREEN READER MODE to make this survey compatible with screen readers.
ÁBYRG FERÐAÞJÓNUSTA 2022
Fræðsla - Endurgjöf - Færni
ATH: Líkt og sjá má á dagskránni hér fyrir neðan eru nú þegar tveir fyrirlestrar yfirstaðnir. Ekki skal þó örvænta þar sem þessir fyrirlestrar eru til á upptöku og munu þeir sem skrá sig inn núna og til 15. september fá aðgang að upptökum til að undirbúa sig áður en fræðsluverkefnið hefst að nýju núna 27. september.
Dagskrá ársins 2022 (með fyrirvara um breytingar)
28. jan – Dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu
3. mars – Kynningarfundur – Aukum forskot okkar með Ábyrgri ferðaþjónustu og tenginu við heimsmarkmiðin.
17. mars – Vitundarvakning og tækifærin– Kortleggjum tækifærin og kynnum okkur ábyrgð okkar sem störfum í ferðaþjónustunni þegar kemur að Sjálfbærnistefnu og tengingu við Heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna (fyrirlestrar og umræður) -stuðningur við fyrirtæki – jafningjarýni
7. apríl – Heimsmarkmiðin og Ábyrg ferðaþjónusta sem stefnumótunartæki fyrirtækja – Forgangsröðum og skipuleggjum. Kynnum okkur sjálfbærnimælikvarðann UFS (Umhverfi, Félagslegir þættir og Stjórnunarhættir/efnahagslegur hagnaður)(fyrirlestrar og umræður) -stuðningur við fyrirtæki – jafningjarýni
-
27. september 9:30 – Setjum stórum málin í samhengi – Kynnum okkur Hringrásarhagkerfi ferðaþjónustunnar, Orkuskiptin og loftlagsmálin.Tengjum við Umhverfið, nærsamfélagið, starfsfólkið og öryggi gesta (fyrirlestrar og umræður) – stuðningur við fyrirtæki – jafningjarýni – verkefnavinna
18. október 9:30 – Aðgerðaráætlun og mælikvarðar– Hver er framtíðarsýn fyrirtækisins og hvaða mælikvarðar henta til að greina árangurinn (fyrir lestrar og umræður) – stuðningur við fyrirtæki – jafningjarýni – verkefnavinna
15. nóvember 9:30 – Innleiðing heimsmarkmiðanna og Ábyrgrar ferðaþjónustu – Tökum samtalið með hagaðilum okkar. Hvernig fáum við starfsfólkið með og aðra hagaðila (fyrirlestrar og umræður) – stuðningur við fyrirtæki – jafningjarýni – verkefnavinna
06. desember – Uppskeruhátíð – Fögnum vegferðinni sem við höfum nú þegar hafið saman í aukinni sjálfbærni.
Þátttökugjald í Ábyrga ferðaþjónustu er 45.000 kr per fyrirtæki (allt að tveir starfsmenn frá hverju fyrirtæki geta tekið þátt).
Viðurkenningaskjal með mati á hæfni viðkomandi þegar kemur að sjálfbærni og grunnhugsun hringrásarhagkerfis verður aðgengilegt á rafrænu formi við lok verkefnis. Þátttaka í fræðsluprógramminu, jafningarýni og skil á verkefnum er nauðsynleg til að fá viðurkenningu á aukinni hæfni.
Flest stéttafélög/starfsmenntunarsjóðir niðurgreiða eða styrkja að fullu þátttökugjöld í fræðslu og menntunarprógrammi sem þessu.